Ævintýrin gerast úti í magnaðri náttúrunni

í Nepal erum við umvafin hæstu fjöllum heims

Þetta eru okkar uppáhaldsferðir...

... og svo skemmtilega vill til að þær eru flestar í Nepal!
image description
Efst í ChoLa Pass

Gokyo Lakes, yfir Cho La Pass og í EBC

Þetta er langflottasta ferðin okkar en einnig sú erfiðasta enda tæpir 190 km og er gengin á 15 dögum. Þetta er algjörlega mögnuð leið en fyrsti áfangastaðurinn er Gokyo-Ri þaðan sem við sjáum fjögur af sex hæstu fjöllum heims. Frá Gokyo er haldið upp og yfir Cho La Pass skarðið og inn á hefðbundna leið upp í Grunnbúðir Everest.

image description
Séð yfir Gokyo

Gokyo Lakes og til baka um Renjo pass

Hér göngum við hefðbundna leið upp í Gokyo Lakes og erum þar á sjöunda göngudegi. Á áttunda degi er gengið upp á fjallið Gokyo Ri þar sem við sjáum einn tignarlegasta fjallahring sem fyrirfinnst og þar erum við innan um fjögur af sex hæstu fjöllum heims. Göngum síðan um Renjo Pass til baka á fjórum dögum.

image description
Grunnbúðir Everest

Lóðbeint upp í Grunnbúðir Everest

Hér bjóðum við upp á stystu mögulegu gönguleið upp í Grunnbúðir Everest, þetta er hefðbundna leiðin og sú sem flestir fara. Það er því mjög líflegt á stígunum, bæði mikill fjöldi göngu- og burðarmanna en einnig stórra skepna eins og jakuxa. Komið er upp í EBC á áttunda göngudegi og gangan niður aftur tekur minnst þrjá daga.

image description
Umhverfis Mont Blanc

Hringferð um Mont Blanc - TMB

Þótt Nepal sé okkar topp áfangastaður þá bjóðum við upp á eina frábæra ferð til Evrópu. Það er hringur um Mont Blanc og gengur leiðin gjarnan undir heitinu TMB (Tour du Mont Blanc). Þetta er um 160 km leið með 10 þús. metra uppsafnaðri hækkun og er gjarnan gengin á 11 dögum en inni í því eru þó tveir "hvíldardagar". Má því nánast segja að gengið sé sem nemur einum Fimmvörðuhálsi á dag.

image description
Grunnbúðir Anna Purna

Grunnbúðir Anna Purna - apríl 2025

Anna Purna er talið eitt hættulegasta fjall heims að klífa. Við erum ekki á leið þangað en bjóðum hins vegar stórkostlega leið upp í grunnbúðir Anna Purna. Gengin er hringleið á níu dögum með viðkomu á Poon Hill, fáránlega skemmtilegu útsýnisfjalli. Þaðan er svo gengið áfram þar til komið er upp í ABC sem er í 4.200 m hæð og því viðráðanlegt verkefni fyrir flesta göngugarpa í góðri þjálfun.

image description
Patagónía

Óvissuferð til Patagóníu, janúar 2025

Patagónía liggur mjög sunnarlega í Suður Ameríku á milli Chile og Argentínu. Magnað svæði sem þó hefur ekki verið mikið sótt af Íslendingum þótt eitthvað sé það að aukast. Fjarlægðin spilar þar e.t.v. inn í en flug þangað suður eftir er eins og það gerist lengst. Nánari upplýsingar koma fljótlega varðandi þessa spennandi tilrauna- og óvissuferð.

Fólkið á bak við félagið

en auk þess reiðum við okkur á fjölda frábærra þjónustuaðila á hverjum stað
image description

Guðmundur Þ Egilsson

image description

Sigrún Óskarsdóttir

image description

Hjördís Guðmundsdóttir

image description

Ívar Guðmundsson